144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

fundur í atvinnuveganefnd og umræða um rammaáætlun.

[15:02]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Hæstv. forseti hefur nú heyrt þær fréttir sem hv. þm. Jón Gunnarsson flutti hér af því að formaður verkefnisstjórnar verði tiltækur til fundahalda eftir helgi. Ég tel að það kalli á að þessari umræðu verði frestað hér í dag, að við tökum aftur til við hana á þriðjudag eftir hádegi og gefum færi á þriðjudagsmorgni til fundahalda með verkefnisstjórn og til frekari samráðsmöguleika. Ef forseti tekur ekki þá ákvörðun heldur lætur við það sitja að gefa þá einu tilkynningu í dag að starfsáætlun sé ekki í gildi og ríkisstjórnin hafi bara frjálst spil til að leyfa yfirgangsmönnunum að halda áfram og valta hér yfir allt án tillits til nokkurs einasta manns er hæstv. forseti að rjúfa algjörlega friðinn á Alþingi og taka sér stöðu með ýktustu öfgaöflunum (Forseti hringir.) í þingsal sem hafa kosið að ganga á svig við lög og rétt og valsa hér um með blessun forustu stjórnarflokkanna. Forseti má ekki taka þá afstöðu.