144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

fundur í atvinnuveganefnd og umræða um rammaáætlun.

[15:08]
Horfa

Jón Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Ögmundur Jónasson kallar okkur, ásamt öðrum, virkjunarsinna og stóriðjusinna og telur að minni hlutinn hér standi vörð um landvernd og hafi skyldu við land og kjósendur. Í þessu felst ákaflega mikið tvöfalt siðgæði eins og í allri þessari umræðu af hálfu minnihlutaflokkanna vegna þess að þær stóriðju- og virkjunarframkvæmdir sem eru að fara af stað eru í boði þessara flokka. Það eru þessir flokkar sem innleiddu stjóriðjuverkefnið á Bakka við Húsavík. Það eru þessir flokkar sem standa núna fyrir því að það er verið að reisa jarðvarmavirkjun á Þeistareykjum við Mývatn. Svo kemur þetta fólk hingað og sakar okkur um að vera með einhverja stóriðjustefnu. Þetta er síðasta stóriðjumálið (Gripið fram í.)sem var afgreitt í gegnum þingið með meiri ívilnunum en nokkur önnur stóriðja. (Gripið fram í.) Ég held að þetta sýni stöðuna vel og ég held að nú væri ráð fyrir forustumenn minnihlutaflokkanna á þingi að tala við eitthvað [Háreysti í þingsal.] af sínu fólki sem hér er algerlega að missa sig í þessari umræðu, verð ég að segja. (Forseti hringir.) Mér hefur oft fundist ágætt að draga andann, eins og hv. þm. Lilja Rafney Magnúsdóttir sagði áðan um hvítasunnuhelgina, en ég get bara sagt að það er gott ráð að labba einn hring í kringum Tjörnina, koma svo til baka og taka þátt í málefnalegri umræðu. (LRM: … með?)