144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

fundur í atvinnuveganefnd og umræða um rammaáætlun.

[15:20]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Lengi getur vont versnað. Ég var að verða pínulítið bjartsýn þegar við fórum í hádegishlé um að nú rofaði kannski eitthvað aðeins til. Þessa tilfinningu hef ég haft þó nokkrum sinnum þegar boðað hefur verið til fundarhlés. En því miður er það svo að í hvert skipti sem við komum aftur saman hleypur málið í enn verri hnút. Það er sannast sagna að verða óbærilegt að sitja hér inni og reyna að starfa.

Í mestu vinsemd sting ég því upp á því við hæstv. forseta að við slítum nú fundi, gerum hlé, allir fái nokkra daga til aðeins að róa sig niður, svo komum við hér saman eftir helgi og reynum að taka svolítið siðaða umræðu.