144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[16:35]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka þingmanninum hugleiðingarnar frekar en spurningarnar. Við héldum mörg eftir Kárahnjúkavirkjun að nú væri þetta tímabil að baki, við vorum komin með rammalöggjöf og nú gætum við kannski farið að umgangast þessi mál svolítið eins og siðað fólk, það hefðu orðið ákveðin tímamót. Nei, nei, það var náttúrlega algjör misskilningur eins og við sjáum núna. En það sem er jákvætt er að varnaðarröddunum hefur fjölgað til muna á Alþingi og aukin meðvitund í samfélaginu gerir virkjunarsinnum, þá meina ég virkjunarsinnum sem vilja virkja fram hjá öllum leikreglum, erfiðara fyrir og það er kannski að renna upp fyrir stjórnarmeirihlutanum núna að þetta er ekki eins auðvelt og hann ætlaði sér.