144. löggjafarþing — 111. fundur,  22. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[16:49]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Við deilum ekkert þegar við ræðum um jöfnuð.

Varðandi leikreglurnar þá ætla ég að vitna í umsögn Umhverfisstofnunar í þessu máli þar sem segir, með leyfi forseta:

„Eftir að tillagan er komin til Alþingis geta þingmenn gert breytingartillögur, rétt eins og við öll lagafrumvörp og þingsályktunartillögur. Skýra þyrfti nánar formkröfur til breytingartillagna í meðförum þingsins.“

Við erum sammála um að það þurfi að styrkja reglurnar í kringum rammann. Umhverfisstofnun telur jafnframt mikilvægt að farið verði yfir þessa vankanta vegna þess að við getum aldrei sagt til um greinarmuninn á því að ráðherra sem hluti af löggjafarvaldinu fari (Forseti hringir.) öðruvísi pólitískt með þessi mál en þingmenn. (Forseti hringir.) Því langar mig til að spyrja hv. þingmann: Hvernig sér hún fyrir sér þessar breytingar á formkröfum?