144. löggjafarþing — 112. fundur,  26. maí 2015.

verkleysi stjórnarmeirihlutans.

[13:54]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Mig langar bara til að vekja athygli á því að við höfum staðið í þessu strögli hér sem sumir kalla málþóf, en ég kalla mótmæli, til að styðja við tillögu umhverfisráðherra. Það er það sem minni hlutinn á þingi hefur verið að gera. Við erum að styðja við tillögu umhverfisráðherra vegna þess að umhverfisráðherra mat rétt, hvort sem það er rétt orðalag eða ekki, lögin um það hvernig rammaáætlun á að ganga fram og ákvörðun um hana. Annars vegar mat hann það eða skildi það rétt og lagði tillöguna fram samkvæmt því og síðan þó að hann hefði kannski viljað gera eitthvað annað mat hann þingið rétt, hann mat hvað mundi gerast hérna ef ólánstillaga eins og sú sem meiri hluti atvinnuveganefndar lagði fram yrði lögð fram. Þess vegna var (Forseti hringir.) umhverfisráðherra mjög skynsamur og ég vona að það fari að komast einhver lausn í þetta mál.