144. löggjafarþing — 112. fundur,  26. maí 2015.

kostnaður við nýtt húsnæðisbótakerfi.

[14:07]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir að skýra sýn sína á þetta mál. Ég skil hana þannig að sú niðurstaða fjármála- og efnahagsráðuneytisins að frumvarpið gagnist fyrst og fremst hinum tekjuhærri umfram hina tekjulægri — hæstv ráðherra talar hér um að frumvarpið gagnist stærri hópi en áður, en fyrst og síðast hinum tekjulægri.

Hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra hefur látið hafa það eftir sér að húsnæðismálin geti verið mikilvægur liður í aðgerðum á vinnumarkaði. Eigi að síður heyrum við um það í umsögn þess sama ráðuneytis að það sé gríðarleg vinna eftir, það eigi eftir að breyta lögum um tekjustofna sveitarfélaga, fara í breytingar á jöfnunarsjóði og annað slíkt. Er þetta eitthvað sem hæstv. ráðherra hefur unnið að? Er þetta vinna sem er eftir?

Ég spurði líka hæstv. ráðherra: Munum við sjá þetta frumvarp núna á þessu þingi? Ég held að það sé orðið mjög brýnt að við fáum skýr svör um hvort frumvarp hæstv. félags- og húsnæðismálaráðherra komi inn á þetta þing.