144. löggjafarþing — 112. fundur,  26. maí 2015.

frumvörp um húsnæðismál og ríkisfjármálaáætlun.

[14:29]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Ríkisfjármálaáætlunin þarf sem sagt að taka breytingum og félags- og húsnæðismálaráðherra telur mat fjármálaráðuneytisins um að frumvarpið nái ekki markmiðum sínum rangt.

Það er nú orðið þannig að þegar maður hugsar hvað sé að frétta af ríkisstjórninni þá kveikir maður á útvarpinu, annaðhvort RÚV eða Bylgjunni, því að sjaldnast fáum við upplýsingarnar í þingsal. Það er frekar bagalegt. Þannig var það með húsnæðisfrumvarpið, þetta, eitt af fjórum sem við höfum beðið eftir lengi.

Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra: Af hverju heldur hún að einhver hafi valið að leka þessu mati í Ríkisútvarpið?

Hins vegar langar mig að spyrja hana: Er ekki kominn tími til að félags- og húsnæðismálaráðherra taki stjórn á húsnæðismálaumræðunni og leggi fram frumvarpið hér svo að við getum fjallað um það á þinglegum vettvangi? (Gripið fram í: Heyr, heyr.) (Gripið fram í: Láttu vaða, Eygló!)