144. löggjafarþing — 112. fundur,  26. maí 2015.

áframhald umræðu um rammaáætlun.

[15:30]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Af því að þetta er undir liðnum um fundarstjórn forseta, ég hef ekkert við liðinn um fundarstjórn forseta að athuga, en af því að hér er kallað eftir frumvörpum og hverju ríkisstjórnin sem nú er við völd og hverju meiri hlutinn sem situr hér á þingi vilji ljúka þá vil ég segja, svo það sé sagt, og upplýsa að það eru 38 stjórnarfrumvörp sem bíða 2. og 3. umr. og það eru tíu stjórnartillögur sem bíða umræðu hafi menn velt því fyrir sér að við eigum að bíða hér eftir að einhver frumvörp komi, þá sem sagt liggja þessi frumvörp hér frammi tilbúin til 2. og 3. umr. Það eru sömuleiðis mál nr. 4 og 5 hér á dagskránni í dag þannig að það eru ærin frumvörp, bæði frá stjórninni sem og frá þingmönnum, sem fyrir liggja til 2. og 3. umr. og ekki fást rædd.