144. löggjafarþing — 112. fundur,  26. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[16:05]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Jú, það kom alveg skýrt fram hjá fulltrúum Landsvirkjunar að ef þessi tillaga yrði afgreidd yrði byrjað á Hvammsvirkjun, og í Holtavirkjun yrði þá ekki farið í framkvæmdir fyrr en eftir tvö til þrjú ár, eins og ég skildi það, 2018. Það þarf einhvern skilningsríkari þingmann en mig til að svara því hvers vegna mönnum liggur svona mikið á að fara fram hjá rammaáætlun þegar þeir vita að það er hvort sem er ekki verið að fara í þennan kost, þó að þetta yrði samþykkt, fyrr en eftir þrjú ár.

Vilja menn taka þá áhættu að farið verði út í að kæra og að þetta fari í þann feril, er það betra? Ég get ekki skilið hvað mönnum (Forseti hringir.) gengur til annað en að þeir ætli bara að þjösnast áfram með þetta af því þeir telja sig hafa meiri hluta fyrir því.