144. löggjafarþing — 112. fundur,  26. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:43]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Mér hefur þótt það slæmt að hæstv. starfandi umhverfisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hafi ekki verið viðstaddur umræðuna í dag. Mér þykir full ástæða til þess að hann sé viðstaddur ef hann, sem mér fannst kom fram í máli hans í óundirbúnum fyrirspurnum, í raun og veru styður meiri hluta atvinnuveganefndar í þessum gjörningi. Mér þykir líka orðið ansi lágt á þeim risið, hv. þingmönnum Jóni Gunnarssyni og Páli Jóhanni Pálssyni, varðandi viðveru í þingsal. Þetta er í boði þeirra hv. þingmanna og þá eiga þeir auðvitað að vera hér og taka þátt í umræðum og andsvörum, þetta er þeirra hjartans mál sem allt þinghald er lagt undir.