144. löggjafarþing — 112. fundur,  26. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:54]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég vil taka undir með þeim hv. þingmönnum sem hafa bent á að það er ótækt að engin fundartafla sé í gangi vegna nefndastarfa. Það er greinilegt að það eru fleiri hv. þingmenn en sú sem hér stendur sem eru að lenda í því þessa dagana að þurfa að velja á milli funda í nefndum sem þeir sitja í sem kjörnir fulltrúar fyrir tiltekna stjórnmálaflokka. Ég sem kjörinn fulltrúi fyrir ákveðinn hóp kjósenda hef þurft að velja á milli funda til að mæta á. Þetta er algerlega ótækt og ég vil beina því til hæstv. forseta að hann setji í gang vinnu til að búin verði til einhvers konar tafla sem við þingmenn getum þá gengið að sem vísri og skipulagt tíma okkar og mætt á alla þá fundi sem við erum kjörin til að mæta á.