144. löggjafarþing — 112. fundur,  26. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:58]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á því að segja að ég geri engar athugasemdir við fundarstjórn forseta. Ég vil þó, af því að gerðar hafa verið athugasemdir við dagskrána og kallað eftir hæstv. forsætisráðherra, minna á að hann var hér undir dagskrárliðnum Óundirbúnar fyrirspurnir fyrr í dag, átti ágætar og uppbyggilegar samræður, meðal annars við hv. þm. Árna Pál Árnason og ég vil ítreka það að í þeim umræðum og ágætisrökræðum sem þar fóru fram var enginn skætingur.

Þá hefur verið talað um að þeir væru orðnir býsna þreyttir hv. þingmenn Jón Gunnarsson og Páll Jóhann Pálsson. Þeir hafa bara verið duglegir hér í umræðunni og það væri bragur á því ef dagskráin fengi að halda áfram eins og hún lítur út. Þá væru þeir alveg örugglega hér í þingsal.