144. löggjafarþing — 112. fundur,  26. maí 2015.

um fundarstjórn.

[20:03]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Ég fagna þessari yfirlýsingu forseta og tel að hún sé mjög skynsamleg og geti greitt fyrir þingstörfum. Við höfum marglýst því yfir að við erum tilbúin til efnislegrar umræðu um þau mál sem liggja fyrir þinginu og viljum gjarnan eiga hana við stjórnarmeirihlutann um þau fjölmörgu mál sem hér bíða úrlausnar. Það er mjög gott að við getum einhent okkur í það.

Það er líka rétt sem hæstv. forseti segir að það mál sem um ræðir, breytingartillagan við rammaáætlun, fer ekkert frá okkur. Það þarf að finna á því máli lausn sem samrýmist góðum framgangi laga um rammaáætlun og við hljótum að ætla okkur svigrúm næstu daga til þess að ræða það við stjórnarmeirihlutann.