144. löggjafarþing — 112. fundur,  26. maí 2015.

um fundarstjórn.

[20:09]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill árétta í lok þessarar umræðu um fundarstjórn forseta að hann vonar auðvitað eins og aðrir að þetta hafi verið farsæl ákvörðun en minnir á, eins og hann nefndi í upphafi, að ekki er sopið kálið — forseti treystir sér varla til að segja „þótt í ausuna sé komið“. Það er auðvitað heilmikið verkefni fram undan og þetta mikla deiluefni sem litað hefur störf þingsins undanfarna daga er ekki farið frá okkur, langt í frá. En með því að taka á dagskrá á morgun óumdeild mál telur forseti að það sé vísbending um að við séum að reyna að ná saman til þess að létta okkur róðurinn fram undan.