144. löggjafarþing — 112. fundur,  26. maí 2015.

raforkulög.

305. mál
[20:38]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Páll Jóhann Pálsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég skal nú bara viðurkenna að ég er nú ekki búinn að rýna þessa dóma eða þessi álit. (Gripið fram í.) Við höfum staðið í ströngu hérna, við félagar, við að leysa önnur — ég segi ekki mikilvægari mál, en alla vega mikilvæg mál. En ég geri ekki ráð fyrir að það kúvendi eitthvað þessu frumvarpi. En hvort stjórnsýslan fer í þennan dóm eða hinn dóminn, ég skal nú bara vera hreinskilinn að ég er svo sem ekki með tær rök fyrir því af hverju það er svona en ekki hinsegin. Ég geri bara ráð fyrir að menn þekki til mála í þessari úrskurðarleið. Auðvitað er þetta allt samfléttað og samtvinnað, umhverfismálin og sérstaklega raforkumálin og þessar línuleiðir. Allar línulagnir snúast nú að einhverju leyti um umhverfismál þannig að ég sé ekki rök fyrir því að hin leiðin sé eitthvað betri en þessi.