144. löggjafarþing — 113. fundur,  27. maí 2015.

ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 88/2014 um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn.

516. mál
[12:34]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. formanni utanríkismálanefndar fyrir framsöguna fyrir nefndarálitinu og þeim upplýsingum um að leitað hafi verið eftir því að gera undantekningu fyrir Ísland, þ.e. þetta ætti ekki við fyrir Ísland. Ég vildi spyrja þingmanninn hvort þetta ætti einvörðungu við vöruflutninga en sneri að engu leyti að farþegaflutningum og hins vegar hvort þetta hafi áhrif á slíkar bifreiðar sem koma til að mynda með Norrænu til landsins eða fara héðan með henni yfir á önnur lönd Evrópska efnahagssvæðisins.