144. löggjafarþing — 113. fundur,  27. maí 2015.

ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 29/2015 um breytingu á XVII. viðauka við EES-samninginn.

632. mál
[12:45]
Horfa

Frsm. utanrmn. (Birgir Ármannsson) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Eins og kemur fram í nefndarálitinu felur þessi þingsályktunartillaga í sér að aflétt er stjórnskipulegum fyrirvara vegna lagabreytinga sem fyrirhugaðar eru. Í nefndarálitinu er sérstaklega vísað til þess lagafrumvarps sem hæstv. menntamálaráðherra hefur lagt fram og er mál nr. 701 á þessu þingi og á að innleiða í íslenska löggjöf lagaákvæði í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar. Við í utanríkismálanefnd skoðum ekki lagafrumvörpin sérstaklega, heldur er það verkefni hv. allsherjar- og menntamálanefndar. Við höfum hins vegar enga ástæðu til að ætla annað en að það frumvarp sem lagt var fram af hálfu ráðherra sé fyllilega til þess fallið að innleiða með réttum hætti þau ákvæði sem nauðsynlegt er á grundvelli upptöku þessarar gerðar í EES-samninginn.