144. löggjafarþing — 113. fundur,  27. maí 2015.

ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 153/2014 um breytingu á X. viðauka við EES-samninginn.

515. mál
[15:10]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég vildi bara vekja athygli þingheims á því að næstu mál sem eru hér á dagskrá í atkvæðagreiðslu eru að stærstum hluta samin af Evrópusambandinu. Það er okkur holl áminning, um stöðu okkar gagnvart því alþjóðasamstarfi sem við erum í þar, að íhuga það alltaf, áður en við greiðum atkvæði um þessi mál, að eðlilegt væri að við sem þjóð ættum aðild að því að semja þá löggjöf sem hér er á ferðinni. Það eigum við ekki. Við erum að stimpla hana hér.