144. löggjafarþing — 113. fundur,  27. maí 2015.

ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 88/2014 um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn.

516. mál
[15:13]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég vildi bara vekja athygli þingheims á því að í hvert skipti sem rætt er um Evrópusambandið heyrast alltaf raddir um það að þetta sé skrifræðisbákn sem við eigum ekkert erindi í, það sé bara til þess að flækja líf okkar hérna, það sé miklu betra að við séum sjálfstæð eyþjóð hér í miðju Atlantshafi. Ég er einfaldlega að vekja athygli á því að það fer ekki alveg saman við það sem við erum að gera hér. Það er mikilvægt fyrir okkur, og það er líka mjög mikilvægt fyrir mig sem Evrópusinna, að geta komið hingað upp og horft framan í þingheim sem heldur fram mjög sterkum rökum gegn því að auka þetta samstarf en er á sama tíma að stimpla löggjöf sem er ekki samin af íslenskum þingmönnum. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)