144. löggjafarþing — 114. fundur,  28. maí 2015.

stefna stjórnvalda um lagningu raflína.

321. mál
[10:45]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Hér leggjum við vinstri græn til að kostnaðarhlutfall jarðstrengja versus loftlína verði aukið, að það geti orðið þrisvar sinnum dýrari en loftlína og við leggjum það til. Meiri hlutinn gerði vissulega breytingar á kostnaðarhlutfalli úr 1,5 í 2. Við teljum það ekki nægilegt og höfum líka þann fyrirvara að við ákveðnar aðstæður geti kostnaðarhlutfall verið enn þá hærra, það þurfi að meta það í stærra samhengi á þeim leiðum sem verið er að bera saman en ekki bara afmarkaðan, stuttan kafla.

Við teljum það mjög mikilvægt til að reyna að ýta undir lagningu jarðstrengja sem víðast og leggjum til að kostnaðarhlutfallið verði aukið, verði þrisvar sinnum meira.