144. löggjafarþing — 114. fundur,  28. maí 2015.

raforkulög.

305. mál
[10:55]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Hér er lögð fram breytingartillaga við þetta frumvarp um kerfisáætlun og hún hljóðar svo:

„Þrátt fyrir ákvæði laga þessara skal ákvarðanataka og allur frekari undirbúningur undir lagningu raflína um miðhálendi Íslands frestast þar til Alþingi hefur lokið umfjöllun —“ (Gripið fram í.) Fyrirgefið? (Gripið fram í: Þú ert að lesa …) Já. (Gripið fram í: Haltu áfram. Þetta er ágætislesning.) Já, er það ekki bara? [Kliður í þingsal.] Ég biðst forláts. (Gripið fram í.)

En tillagan frá minni hluta atvinnuveganefndar hljóðar svo:

„a. Í stað orðanna „raforkunotkunar, markaðsþróunar og raforkuflutnings til annarra landa eftir því sem við á“ í 3. mgr. a-liðar (9. gr. a) komi: raforkunotkunar og markaðsþróunar.

b. Við b-lið (9. gr. b) bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Ákvörðun Orkustofnunar um samþykkt eða synjun kerfisáætlunar (Forseti hringir.) er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála“ en ekki úrskurðarnefndar raforkumála.