144. löggjafarþing — 114. fundur,  28. maí 2015.

raforkulög.

305. mál
[10:57]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Við leggjum saman fram breytingartillögu, sú sem hér stendur, Steingrímur J. Sigfússon og Svandís Svavarsdóttir:

„Við 5. tölulið bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Þrátt fyrir ákvæði laga þessara skal ákvarðanataka og allur frekari undirbúningur undir lagningu raflína um miðhálendi Íslands frestast þar til Alþingi hefur lokið umfjöllun um tillögu þá til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku er lögð skal fyrir Alþingi í fyrsta sinn fyrir 15. október 2016.“

Við teljum gífurlega mikilvægt að menn fari ekki í undirbúning á lagningu lína yfir hálendið án þess að það komi fyrst til umfjöllunar á Alþingi og að menn byrji ekki einhvern undirbúning án þess að aðkoma Alþingis sé tryggð, að við getum fjallað um málið á lýðræðislegan hátt.