144. löggjafarþing — 114. fundur,  28. maí 2015.

raforkulög.

305. mál
[10:58]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Við í Samfylkingunni styðjum þessa breytingartillögu í samræmi við nýmarkaða stefnu okkar um að miðhálendið verði lýst þjóðgarður. Ég undirstrika samt sem áður afstöðu okkar að í þeim breytingum sem náðust í samvinnu innan atvinnuveganefndar, og meiri hluti atvinnuveganefndar stendur að, felist sú afstaða að línulagnir á miðhálendinu muni þurfa að koma fyrir Alþingi í framhaldinu. Við styðjum hins vegar að tekinn verði algerlega af allur vafi um það með þessari breytingartillögu en jafnvel þótt hún verði felld, eins og mér sýnist vera að teikna sig upp á atkvæðatöflunni, mun Alþingi fá til meðferðar línulagnir á miðhálendinu.