144. löggjafarþing — 114. fundur,  28. maí 2015.

raforkulög.

305. mál
[11:03]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Meiri hluti landsmanna vill vernda miðhálendi Íslands. Meiri hluti landsmanna telur ósnortin víðerni verðmæti í sjálfu sér, þau hafa mikið menningarlegt verðmæti fyrir okkur Íslendinga og eru hluti af sjálfsmynd okkar. Nú færumst við fjær þeim draumi að eiga áfram ósnortin þessi víðerni því að ríkisstjórnin hlustar ekki á almannavilja, ekki í þessu máli frekar en í nokkru öðru máli.