144. löggjafarþing — 114. fundur,  28. maí 2015.

slysatryggingar almannatrygginga.

402. mál
[11:16]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við í Samfylkingunni styðjum þetta mál. Í því felst eingöngu að verið er að flytja lög um slysatryggingar úr lögum um almannatryggingar yfir í sérstakan lagabálk. Við styðjum málið á grundvelli þess að það er bráðabirgðaákvæði í frumvarpinu um endurskoðun slysatrygginga innan tveggja ára og við munum fylgjast með því að ráðherra fari í þessa endurskoðun, sérstaklega þegar kemur að skilgreiningu vinnuslysa, bótaskyldu vegna atvinnusjúkdóma og almennri hækkun bótanna til samræmis við hækkun annarra bóta síðustu tvo áratugina.

Með þessu fororði styður Samfylkingin málið.