144. löggjafarþing — 114. fundur,  28. maí 2015.

lyfjalög.

408. mál
[11:29]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ef maður skoðar þetta frumvarp nánar og umsagnir um það sýnist mér — ég gat ekki sjálf lesið almennilega út úr þessu — að þegar rætt er í 1. gr. um upplýsingar sem eigi að birta í auglýsingum, er þá átt við öll lyf eða er einungis átt við lyfseðilsskyld lyf? Í 14. gr. sem verið er að breyta er fjallað um lyfseðilsskyld lyf og í 16. gr. um lausasölulyf. Ég vildi gjarnan fá það alveg á hreint. Eiga þessar nánari upplýsingar og pakkningastærðir og allt þetta einungis við um lyfseðilsskyld lyf eða öll lyf, líka lausasölulyf?