144. löggjafarþing — 114. fundur,  28. maí 2015.

lyfjalög.

408. mál
[11:35]
Horfa

Frsm. velfn. (Páll Jóhann Pálsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Guðbjarti Hannessyni fyrir spurninguna og vinnuna í nefndinni. Það er alveg rétt að það eru orðin mjög óljós skil á lyfjum, hvað eru lyf og hvað ekki. Kannski eru skýr skil á milli ólyfseðilsskyldra lyfja og lyfseðilsskyldra en þegar við förum að greina á milli ólyfseðilsskyldra lyfja og fæðubótarefna og hvar þau mörk eru vandast málið. Kannski er hluti af þessu að það er erfitt að greina hvað er bannað og hvað ekki þannig að þetta leysir þá kannski það vandamál. Þá er ekki verið að deila um hvort þetta sé fæðubótarefni eða lyf sem má auglýsa í sjónvarpi eða ekki.