144. löggjafarþing — 114. fundur,  28. maí 2015.

lyfjalög.

408. mál
[11:44]
Horfa

Haraldur Einarsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ætla að byrja á að þakka framsögumanni málsins fyrir nefndarálitið. Mig langar til að segja í byrjun að ég hef smáefasemdir um að við séum að stíga heillaskref með þessu frumvarpi. Mig langar fyrst að nefna að auglýsingar eru þess eðlis að þær hvetja til notkunar. Það er eðli auglýsinga og þess vegna langar mig að spyrja framsögumann nefndarinnar hvort nefndin hafi skoðað það að ná markmiði frumvarpsins, sem er að afnema þennan greinarmun milli fjölmiðla, í hina áttina, þ.e. að halda áfram banni í sjónvarpi en heimila heldur ekki lyfjaauglýsingar í útvarpi, á netinu o.s.frv.