144. löggjafarþing — 114. fundur,  28. maí 2015.

lyfjalög.

408. mál
[15:58]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Þetta er góð spurning með frelsi einstaklingsins og frelsið til þess að láta narra sig. En það kemur fram í þessari reglugerð um lyfjaauglýsingar sem beint er til almennings að slíkar auglýsingar megi ekki fela í sér neitt sem vísar til meðmæla vísindamanna eða fagmanna úr röðum heilbrigðisstétta eða einstaklinga sem eru hvorki vísindamenn né fagmenn. Miðað við það sem ég hef skoðað af ýmiss konar fæðubótarefnum og náttúrulyfjum get ég ekki betur séð en að þær auglýsingar eða umfjallanir uppfylli alls ekki þá skilgreiningu eða reglugerð varðandi lyfin. Ég verð að segja að það veldur mér áhyggjum að hér er allt of opið hvað leyfilegt er að gera í þeim efnum.