144. löggjafarþing — 114. fundur,  28. maí 2015.

lyfjalög.

408. mál
[16:10]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Við erum að draga úr kröfunum um upplýsingar vegna lyfja sem þarf að ávísa en það er náttúrlega eingöngu í mjög afmörkuðum fagtímaritum þeirra stétta sem mega ávísa lyfjum, sem eru nánast eingöngu læknar að ég tel, þannig að það gegnir öðru máli um þær.

Varðandi auglýsingar á lausasölulyfjum þá er kveðið á um þær í reglugerð samkvæmt evrópskum reglum. En þetta er mjög flókið umhverfi, það koma margir aðilar að þessu. Ég held að það sem er líklegast til að gera kerfið sem skilvirkast sé skýrleiki í lögum og virkar eftirlitsstofnanir.