144. löggjafarþing — 115. fundur,  29. maí 2015.

fjárframlög til túlkasjóðs.

[11:47]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Illugi Gunnarsson) (S):

Virðulegi forseti. Þetta er allt hárrétt hvað það varðar að við ákváðum einmitt með lögum 2010 þessa stöðu táknmálsins. Þegar hér er síðan sagt að við verðum að sýna það í verki með fjárframlögum þá vil ég bara minna hv. þingmann á að virðulegur þingmaður sat í ríkisstjórn á árunum 2011, 2012 og fram á 2013 og hvernig fylgdi fjárframlagið þá? Þá var tekin ákvörðun um það að hækka laun (SSv: Gjaldskrána.) túlkanna og gjaldskrána án þess að láta fjármuni fylgja. (Gripið fram í.) Það getur vel verið að mönnum finnist óþægilegt að þessi saga sé rifjuð upp, en menn verða bara að sitja undir því. (Gripið fram í.)

Það sem við höfum aftur á móti gert [Frammíköll í þingsal.] núna og það sem þessi ríkisstjórn … (Forseti hringir.) Það sem ríkisstjórnin, virðulegi forseti, hefur gert er að stórauka við fjárframlög til sjóðsins þannig að hann er þó núna í það minnsta kominn í sömu færi hvað varðar klukkustundafjölda sem til ráðstöfunar er til þess að sinna sínu hlutverki eins og áður var eftir hækkun á gjaldskránni.

Síðan getum við hv. þingmaður verið sammála um, þótt svona hafi tekist til í tíð síðustu ríkisstjórnar í þessum málaflokki, að það er sjálfsagt mál og nauðsynlegt, [Frammíköll í þingsal.] úr því að við í (Forseti hringir.) ríkisstjórn erum búin að auka framlögin til sjóðsins, (Forseti hringir.) að þeirri vinnu verði haldið áfram.

Virðulegi forseti. Þeir fjármunir sem til ráðstöfunar eru voru ákveðnir af Alþingi (Forseti hringir.) á síðustu fjárlögum. Það eru fjármunir sem úr er að spila. Það þarf að reyna að tryggja (Forseti hringir.) að þeir nýtist sem best yfir allt árið. (GuðbH: Það er talað um tugi milljarða úr ríkissjóði …)