144. löggjafarþing — 115. fundur,  29. maí 2015.

fjögurra ára samgönguáætlun 2015--2018.

770. mál
[13:34]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að þarna séum við sammála, ég og hv. þingmaður. Að sjálfsögðu viljum við horfa til þess að tryggja öryggi vegfarenda sem allra best og ég held að við séum líka sammála um það að gera eigi það á eins hagkvæman hátt og nokkur kostur er. Ég hygg að hægt sé að ná þessum markmiðum með 2+1. Ég er sammála þingmanninum um mikilvægi þess að hafa vegrið á þessum vegarkafla. En ég hef sannfærst um það að þetta skipulag í vegakerfinu, jafnvel á fjölförnum leiðum, tryggi öryggi okkar bærilega.