144. löggjafarþing — 116. fundur,  1. júní 2015.

lengd þingfundar.

[11:28]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég kem hingað til að ítreka þá afstöðu þingflokks Samfylkingarinnar að við erum mótfalllin því að hér verði haldinn sérstakur kvöldfundur, sérstaklega þegar ég hef áður farið yfir gagnsleysi þeirrar dagskrár sem liggur fyrir.

Það var mikið að hæstv. utanríkisráðherra kom sér til þings og ég vara hæstv. forseta við að stilla sér upp með hæstv. ráðherra sem þorir ekki að koma með málin sín fyrir þingið heldur sniðgengur það með vandræðalegum bréfasendingum. Ég óska eftir því að hæstv. forseti sýni okkur í minni hlutanum meiri virðingu. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)