144. löggjafarþing — 116. fundur,  1. júní 2015.

lyfjalög.

408. mál
[11:44]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég mun sitja hjá í þessum umgangi út af þeim ábendingum sem hafa komið fram um einhverja hnökra sem þarf að laga á milli umræðna. Ég tek undir með hv. þm. Brynhildi Pétursdóttur, það þarf að koma fram í auglýsingum ef aukaverkanir eru. Mér finnst það mjög brýnt. Ég hef tekið eftir því að í öðrum löndum, m.a. í landi frelsis o.s.frv., Bandaríkjunum, eru lögin orðin þannig að það heyrist nánast ekki neitt í auglýsingunni um ýmis lyf af því að það er svo mikill texti eða svo mikill hluti auglýsingarinnar er um skaðlegar aukaverkanir. Ég held að sé mjög brýnt að við skoðum hvernig önnur lönd gera þetta áður en við tökum fullnaðarákvörðun, en set mig að öðrum kosti ekki upp á móti þessu frumvarp.

Ég ætla að sitja hjá á milli umferða.