144. löggjafarþing — 116. fundur,  1. júní 2015.

meðferð elds og varnir gegn gróðureldum.

512. mál
[12:09]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Virðulegur forseti. Hafa menn ekki heyrt lagið?

Ástin er eins og sinueldur.

Ástin er segulstál.

Af litlum neista verður oft mikið bál.

Breytingartillögunni sem hér er flutt er einmitt ætlað að koma í veg fyrir slík bál. Þar að auki hefur sinueldur, bruni sinu, ekkert vísindalegt gildi. Það hefur ekki verið sannað með neinum hætti að hann hafi jákvæð áhrif á gróður. Hann hefur hins vegar mjög versnandi áhrif á loftgæði allra. Við eigum að byggja ákvarðanir okkar hér á vísindalegum rökum og bestu fáanlegu þekkingu. Hér er ekki verið að gera það.