144. löggjafarþing — 116. fundur,  1. júní 2015.

um fundarstjórn.

[17:40]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Það er væntanlega barnaskapur að halda áfram að vera hissa á forustumönnum ríkisstjórnarinnar, maður á náttúrlega ekki að búast við neinu af þeim. Maður heyrir það hér eftir þennan fund að þeir hafi lagt fram lista með öllum málum sem eru í þinginu, jafnvel málum sem ekki er búið að mæla fyrir og eiga eftir að fara í nefndir, og sagt: Já, þetta er það sem við þurfum að klára, helst fyrir helgi, eða eitthvað álíka. Þetta er óskaplega — hvað á ég að segja — ófagmannlega gert af þessum stjórnmálamönnum sem þykjast stýra og vilja stýra landinu, þeir eru auðsjáanlega algerlega óhæfir til þess. Ég legg til að þeir leggist undir feld í hálftíma eða svo og komi svo með þann lista sem þeir vilja að við ræðum hér á þessum dögum.