144. löggjafarþing — 116. fundur,  1. júní 2015.

um fundarstjórn.

[17:44]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf):

Hæstv. forseti. Hæstv. forseti verður að gefa aðeins betri skýringar. Er þetta þannig að það eina sem kom fram á fundinum var listi frá hæstv. forseta um þingmál sem voru í þinginu og allir geta skoðað á netinu? Var það það eina sem kom fram á fundinum? Var tekin einhver ákvörðun um framhaldið? Þetta virkar á mig eins og við séum komin í þá stöðu að hér sé einræðisstjórn.

Við höfum um þrennt að velja. Í fyrsta lagi að standa hér og berjast gegn einræði og berjast fyrir því að minni hlutinn hafi eitthvað að segja í þessu samfélagi — með 50% fylgi þarf hann að hafa áhrif. Í öðru lagi á að hætta að mæta í nefndir og leyfa meiri hlutanum að ganga bara sjálfum frá þessu þingi. Það yrði mikill sómi að því, eða hvað? Í þriðja lagi, sem ég held að sé langbesti kosturinn, þá skora ég á hæstv. forseta að hætta þingfundum og segja við formenn stjórnarflokkanna: Það verður ekki þingfundur fyrr en búið er að ganga frá lista. (Gripið fram í: Heyr, heyr!) Þá væri hæstv. forseti farinn að taka völdin og bæta ásýnd Alþingis. (Forseti hringir.) … í kvöld bara til þess að við getum haldið hér uppi málþófi til að verja rétt minni (Forseti hringir.) hlutans, lýðræðislegan rétt sem er barist fyrir um allan heim (Forseti hringir.) en á að afnema á Íslandi.