144. löggjafarþing — 116. fundur,  1. júní 2015.

um fundarstjórn.

[17:47]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Herra forseti. Friðardúfan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, eða kannski öllu heldur friðarspillirinn því að það er varla hægt að tala um hann sem mann friðar, leggur ekkert af mörkum frekar en fyrri daginn, heyrist manni, í þessa umræðu til að bæta það ástand sem hér er. Ég tek undir það sem hv. þm. Guðbjartur Hannesson sagði að hér beri að hætta þingfundum, leggja fram þann lista sem menn vilja ná fram af hálfu meiri hlutans og koma svo saman þegar það liggur fyrir. Þeir eru ekki alveg glærir í pólitík, einhverjir þeirra og þessir forustukólfar ríkisstjórnarinnar voru a.m.k. á síðasta kjörtímabili. Þeir vita hvað svona fundir ganga út á eins og hér var haldinn í dag. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þeir eru staddir á svona fundi, nema þegar þeir boða til hans sjálfir þegar þinghaldi á að vera lokið.

Í alvöru talað, virðulegi forseti, að ætla okkur að sitja nefndarfundi þar sem á að afgreiða fleiri mál til þess að lengja málalistann enn frekar en orðið er, það er til háborinnar skammar að ætlast til þess að þingmenn fari í þann farveg. Það á að fresta þingi.