144. löggjafarþing — 116. fundur,  1. júní 2015.

um fundarstjórn.

[17:58]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Virðulegur forseti. Er ekki augljóst að það næsta sem þarf að gerast í stöðu mála í þinginu er að fundi verði frestað og að þingflokksformenn hittist og fari yfir stöðuna? Ég held að það sé óhjákvæmilegt til þess að menn séu einfaldlega á sömu blaðsíðu gagnvart því sem hér hefur gerst, vinni með sömu lista og séu búnir að átta sig á því hvort menn eru að tala um að trimma þetta einhvern veginn niður, vegna þess að annað er óhjákvæmilegt.

Það var í rauninni ekki beðið eftir því að menn af hálfu ríkisstjórnarinnar kæmu og hittu stjórnarandstöðuna til þess að rétta henni lista yfir þau mál sem þeir hafa lagt fram eða hafa í hyggju að leggja fram. Það er búið að kynna það. Við hefðum alveg getað flett því upp á internetinu. Við erum með aðgang að því. Ég held því að eðlilegt næsta skref sé að við gerum hlé á þessum fundi og fundum.