144. löggjafarþing — 116. fundur,  1. júní 2015.

um fundarstjórn.

[18:01]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Ég vil hvetja Vestfirðinginn Einar K. Guðfinnsson, hæstv. forseta, að taka þessi mál í sínar hendur. Við erum komin á þann stað að við verðum að fara að vinna sameiginlega að niðurstöðu um þinglok. Þarna eru mál sem stjórnarandstaðan er tilbúin til að greiða götu fyrir, en þarna eru líka mál sem vitað er að eru í miklum ágreiningi. Þau mál fara aldrei hér í gegn ef ekki næst einhver samstaða um að draga til baka mjög umdeild mál sem við vitum hver eru. Stjórnarmeirihlutinn verður að fara að sýna á þau spil. Við getum ekki verið í þessu þrátafli endalaust og ég tala nú ekki um þegar menn koma ekki með neitt nýtt þegar boðað er til formannafundar sem miklar væntingar (Forseti hringir.) eru bundnar við.