144. löggjafarþing — 116. fundur,  1. júní 2015.

um fundarstjórn.

[18:11]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Herra forseti. Landið er stjórnlaust, það er alveg morgunljóst að svo er. Við erum hér með fýlukall sem forsætisráðherra sem leyfir sér að rjúka á dyr og sýna engan samningsvilja, hafandi komið á svona fundi áður. Eins og ég sagði áðan þá situr hann ekki í fyrsta skipti formannafund, hann veit til hvers þeir eru þegar komið er að lokadögum þings. Þá mætir maður ekki með ekki nokkurn skapaðan hlut í höndunum og heldur að allt sem mann langi til að fá í gegn gerist.

Haftafrumvarpið verður ekki lagt fram á morgun. Það er orðið opinbert. Eins og hér kom fram er verið að boða fólk til fundar alls staðar utan af landi vegna hinnar umdeildu ákvörðunar út af flugvallarmálinu. Ég velti því fyrir mér hvort virðulegur forseti telji þessi vinnubrögð vera þinginu til sóma.

Svo spyr ég hæstv. forseta aftur hvort hann ætli að gera hér fundarhlé á meðan setningarathöfn smáþjóðaleikanna fer fram í kvöld.

(Forseti (EKG): Forseti vill biðja hv. þingmenn að gæta orðavals í ræðustól Alþingis.)