144. löggjafarþing — 116. fundur,  1. júní 2015.

áætlun um meðferð og ráðstöfun aflamagns sem dregið er frá heildarafla.

775. mál
[18:58]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er auðvitað alveg rétt að margar þessar byggðir eru mjög ólíkar því sem áður var. En ég minni líka á þá staðreynd að hér komu inn í landið 303 milljarðar á síðasta ári vegna komu erlendra ferðamanna til landsins. Það er að eiga sér stað ekki hljóðlát, heldur mjög hávær og áberandi bylting og breyting á atvinnuháttum þjóðarinnar, þ.e. að meginstoðir atvinnulífs okkar eru mjög breyttar. Þetta skapar auðvitað tækifæri, þetta gefur okkur rými til þess að hugsa.

Hugsanlega hafa byggðir meira að gera við að fá fjármagn í að byggja nýjan leikskóla eða nýjan grunnskóla eða bæta lífsskilyrði með einum eða öðrum hætti í byggðarlögunum (Forseti hringir.) en að fá beinlínis kvóta sem nýtist mjög afmörkuðum þætti byggðarlagsins, þó að sá þáttur sé auðvitað jákvæður.