144. löggjafarþing — 116. fundur,  1. júní 2015.

áætlun um meðferð og ráðstöfun aflamagns sem dregið er frá heildarafla.

775. mál
[23:44]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég tek undir spurningar þingflokksformanna Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Ég hefði áhuga á að vita hversu lengi þessi fundur á að standa. Ég vil jafnframt lýsa furðu minni á því að hæstv. sjávarútvegsráðherra, sem kom með þetta mál og fékk á dagskrá með afbrigðum, hafi horfið af landi brott eftir að hafa greitt því atkvæði að við yrðum hér á kvöldfundi. Meiri hluti atvinnuveganefndar hefur heldur ekki sést mikið í dag, þótt þau hafi greitt atkvæði með lengd þingfundar. Sá eini sem nú er í salnum er hæstv. forseti og ég geri ráð fyrir því að það sé af því að hann er á vakt sem forseti en ekki sem fulltrúi meiri hluta atvinnuveganefndar. Mér finnst lágmark að ríkisstjórn sem er með allt niður um sig og dagskrána úr gildi sitji þá kvöldfundi sem hún greiðir atkvæði um og óska eftir svörum um það hversu lengi á að halda þessu áfram.