144. löggjafarþing — 116. fundur,  1. júní 2015.

áætlun um meðferð og ráðstöfun aflamagns sem dregið er frá heildarafla.

775. mál
[23:50]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Hér hafa hv. þingmenn komið upp og spurt forseta hversu lengi eigi að halda áfram þessum þingfundi en forseti hefur ekki svarað þeirri spurningu. Er möguleiki að þeirri spurningu verði svarað? Hversu lengi ætlum við að halda áfram inn í nóttina með þennan þingfund? Það eru mjög margar nefndir sem eru með fundi í fyrramálið. Ég þarf að vera mætt í fjárlaganefnd kl. 8.30 og fleiri nefndir verða að störfum snemma. Þingmenn geta ekki sætt sig við það að forseti svari því ekki hversu lengi á að halda áfram með þennan fund. Við þurfum að fá að vita það svo við getum þá skipt með okkur verkum í nótt.