144. löggjafarþing — 116. fundur,  1. júní 2015.

áætlun um meðferð og ráðstöfun aflamagns sem dregið er frá heildarafla.

775. mál
[23:58]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti hyggst halda áfram fundi hér um nokkra hríð. Ég ætla rétt eins og aðrir þingmenn á nefndarfund — er ég í ræðu, herra forseti? (Gripið fram í: Já. …) (Gripið fram í: … ræðu …) (Gripið fram í: Ég var búin að biðja um fundarstjórn.) Ég var búin að biðja um fundarstjórn. (Gripið fram í.)

(Forseti (ÞorS): Forseti fékk þau skilaboð að menn hefðu fallið frá því orði en ef það er misskilningur þá biðst forseti velvirðingar á því og biður hv. þm. Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur að taka til máls um fundarstjórn forseta ef það er hennar vilji.)

Ég skal halda áfram. Ég ítreka það hér sem nefndarformaður að fá einhvers konar yfirlit yfir hvenær hægt sé að halda nefndarfundi og það verði þá farið í það að nýta kvöldin til nefndarfunda í stað þessara þingfunda nema stjórnarliðar treysti sér ekki til að vera hérna á kvöldin. Okkur í minni hlutanum er það algerlega að meinalausu en við teljum kvöldin betur fallin til nefndarstarfa.