144. löggjafarþing — 117. fundur,  2. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[16:23]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Nei, ég tel það ekki. En svo má kannski hafa í huga að ég hef af því raunverulegar og þungar áhyggjur hvernig komið er fyrir okkur þingmönnum með því að við erum alltaf að framselja ábyrgð. Við framseljum ábyrgð í hendur framkvæmdarvaldsins, hendur einhverra foringja og sitjum svo hér eins og einhverjir róbótar að greiða atkvæði.

Ég bara spyr: Ætla þingmenn meiri hlutans að sitja hér eins og einhverjir róbótar og greiða atkvæði um 87% allra mála eins og er krafa forsætisráðherra að eigi að fara hér í gegn á næstu dögum? Við þurfum að fara í stórkostlegt átak til að auka trúverðugleika þessarar stofnunar og það að heimila svona vitleysu mun ekki auka á trúverðugleika okkar. Svo mikið er víst.