144. löggjafarþing — 117. fundur,  2. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[20:19]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég get alveg gengist við því að mig skorti talsvert minni til þess að kunna þá sögu sem hv. þm. Össur Skarphéðinsson rakti um tilraunir til að flytja stórar stofnanir með svona gróteskum hætti út á land.

Ég held hins vegar að ég standi alveg báðum fótum í samtímanum og finnst þess vegna að við eigum að gera miklu meira af því, og það er eitt af því að við sem þingmenn eigum auðvitað að gera, að standa vörð um þá þjónustu sem veitt er víðs vegar um landið nú þegar og sjá til þess að hún verði ekki lögð niður, heldur einmitt farið í hina áttina og aukið í. Eitt af því að sem við þurfum sérstaklega að gera í því samhengi til þess að auka samkeppnishæfni landsbyggðarinnar, ef svo má segja, er að koma þar á almennu internetsambandi.