144. löggjafarþing — 117. fundur,  2. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[21:14]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég velti því fyrir mér hvers vegna við ræðum þetta mál, sérstaklega þar sem við fengum nýlega lista yfir svokölluð forgangsmál hæstv. ríkisstjórnar, 74 stykki. Það er meira en helmingur af öllum þingmálum sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á þessu þingi. Sem sé, hún ætlar að taka aðeins minna en helming frá september til júní og taka síðan aðeins meira en helminginn núna. (SII: Betri helminginn.) — Já, betri helminginn, forgangsmálin núna.

En hér ræðum við þetta stjórnarráðsfyrirbæri sem virðist til þess eins fallið að heimila ráðherra að taka einhverja ákvörðun sem búið er að taka til baka hvort sem er; og ef ekki þá bara veita honum einhver meiri völd vegna þess að hann hefur víst ekki nógu mikið af völdum. Ég skil ekki hver þankagangurinn er.

Þetta er fráleitt, virðulegur forseti.