144. löggjafarþing — 117. fundur,  2. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[21:19]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti mun gera ráðstafanir til að láta hæstv. forsætisráðherra vita að nærveru hans sé óskað við umræðuna, ef skilja ber hv. þingmann þannig að þetta sé ósk um það að slíkum skilaboðum verði komið á framfæri. Að öðru leyti hefur forseti hlýtt á óskir þingmanna og vonar að þeir geti umborið fundarstjórn hans að því frátöldu sem hér hefur fram komið og bendir á að samkvæmt venju má reikna með fundi til miðnættis á þriðjudagskvöldum án þess að til þurfi sérstaka heimild. Í öllu falli hyggst forseti fram halda umræðunni enn um sinn.